fimmtudagur, desember 08, 2011

Tónlistaruppeldi

Þarf greinilega að fara að hlusta meira á klassíska músík heima, krakkarnir voru að róta í geisla diskunum og fundu þetta verk Stabat Mater eftir Dvorak. Ég skellti því í spilarann, langt síðan ég hafði hlustað, þau heyrðu fyrstu taktana; Andri Már hljóp grátandi til pabba síns og Auður Björg grét hástöfum hjá mér, ég vonda mamman hló bara og hló.  En ég mæli alla vega með hlustun (á reyndar betur við páskana) eitt fallegasta verk sem ég hef sungið með í. 
Greinilegt að Pétur og Úlfurinn er ekki að virka í tónlistaruppeldinu þar sem að nú tengja þau klassíska tónlist bara við úlfa. Fyndið samt þau hafa aðeins verið að hlusta á Maxímús Músikús en tengja þetta einhvern veginn ekki við það. 
En ég mæli alla vega með hlustun (á reyndar betur við páskana) eitt fallegasta verk sem ég hef sungið.  

mánudagur, maí 17, 2004

Halló Aftur.
Enn eru nokkrar hrakfarir af hjólreiða-förum mínum. Á þriðjudag fórum við Ása í Tuesday night race hjá fingerlakes cycling club . Voru farir okkar ekki sléttar því við töpuðum eiginlega racinu áður en það byrjaði, það er að segja á leiðinni í reisið. Hópurinn lagði af stað frá banka nokkrum og hjólaði svona 5 mílur þar sem keppnin hófst. Við hinsvegar lentum í smá keðjuvandræðum sem olli því að við vorum ekki kominn á byrjunarstaðinn fyrr en C grúppan (þeir hægustu) voru að leggja af stað. Þá vorum við hins vegar orðin lafmóð eftir að hafa reynt okkar besta til að catch up, við vorum semsagt í stuttu máli tekin í rassgatið. Á fimmtudag var svo farið í Time Trial eins og áður og náði ég þar fjórða versta tíma mér til ómældrar ánægju en bætti samt minn tíma um 30 sec síðan síðast. Nú þarf maður semsagt að fara að Kreditkorta til að kaupa sér betri tíma með því að bæta við sig búnaði, ekki satt?
Á laugardagskvöld skelltum við okkur á The Haunt sem er klúbbur sem spilar eightees tónlist ásamt Skúla og frú, Ella og frú og Söndru og Katie. Það var gríðarleg stemning sem byrjaði með Júróvisíjon partýi um 3 hjá Skúla og þá var tekin pása til 9 þegar fjölmenni (4) söfnuðust saman heima hjá okkur og síðan var farið á Haunt-erinn. Gott stuð þar, og mikið drukkið af versta bjór í heimi, Red Dog.
Á þynkudag fórum við Ása með Mike í hjólaferð, fórum 45 mílur í þessu líka fína veðri, eins og gefur að skilja voru engin hraðamet slegin í þessari ferð og eftirá var orkuleysið þvílíkt að ég steinsofnaði yfir Peter Pan, ja hver andskotinn!
Það lýtur út fyrir að Kerry sé allur að koma til í forsetakostningunum hérna í USA, en því miður eru repúblikanar svona eins og sjálfstæðismenn heima, með gullfiskaminni. Kannski finnst einhver mynd af Rumsfeld í Abu Gahrib og þá kannski fer fólk að hugsa sig um, sennilega ekki þó.
Lengi lifi fjölmiðlafrumvarpið. Og svo maður vitni í orð okkar hæstvirta dómsmálaforingja “Lög eru nú ekki beinlínis sett til að binda hendur fólks” og “ég tók rökstudda og málefnalega ákvörðun, og er því yfir gagnrýni hafin” (þegar einhver var að efast um að frændi Dabba kóngs hefði ekki verið sniðinn í starf hæstarréttardómara).

þriðjudagur, maí 11, 2004

Sælt veri fólkið. Maður verður náttúrulega að byrja á að óska Ása og Björg með hamingju með kútinn, og húsið líka að sjálfsögðu. Það er orðið helvíti langt síðan að ég reit á þessa síðu, en nú er ætlunin að bæta úr því. Ekki það svo sem að það sé eitthvað að gerast hjá okkur!

Sumarið er heldur betur farið að taka við sér, nú er frekar solid tuttugu og eitthvað stiga hiti og 100% raki, rigning annad slagid og þrumur. Það ber náttúrulega hæst að ég hef ekkert afrekað í vísindunum síðan um jólin, og stefni frekar niðurávið frekar en hitt. Enn lakari árangur er að nást á íþróttasviðinu. Síðasta fimmtudag fór ég og Mike í hjólreiðarkeppni, Time Trial svokallað hjá Fingerlakes cycling club, þetta gengur þannig fyrir sig að keppendur eru ræstir á 30 sekúntna fresti og maður hjólar 10 mílur og reynir líklega að ná sem bestum tíma. Við vorum svo helvíti snjallir að ákveða að hjóla á staðinn og gerðum okkur kannski ekki grein fyrir því að það var fjandi langt og klikkaðaðr brekkur á leiðinni. Þannig að það var ekkert svakalega hátt á manni risið þegar keppnin hófst. Öllu verra var þó að sjá alla hjólageðsjúklingana taka einhver undratæki, sem virtust eiga það eitt sameiginlegt að vera með 2 dekk, út úr fjölskylduvaninum. Þegar tími var kominn til að skrá keppendur inn var beðið um að lúserarnir færu fyrst svo að fólk þyrfti ekki að bíða í klukkutíma á hinum enda brautarinnar. Við vorum ekki lengi að skrá okkur meðal fyrstu manna. Og hófst svo keppnin, ég náði að pikka nokkra lúsera upp, þar á meðal Mike og einhverja gamlingja, en á síðari hlutanum fór að versna í því. Hvað eftir annað heyrði maður eins og að þota væri að keyra á eftir manni þegar einhverjir guttar á Carbonfiber gjörðum svifu fram úr. Þetta gekk náttúrulega ekki rassgat, ég ákvað að “take it up a notch” og tók svakalegan endasprett sem allavega gerði það að verkum að ég missti ekki fleiri Carbonfokkers fram úr, og náði tveim lúserum í viðbót. En úrslitin voru skammarleg, 26 mínútur og nálægt miðju í öllum hópnum.

Á hinum enda íþróttaspectrumsins vorum við að klára Cornell Intramural Softball tournament, við MAE-ingar (Mechanical and Aerospace Engineering). Þetta season var svosem ekki mjög gott þar sem flestum leikjum var frestað vegna rigninga. En um helgina var playoffs, klukkan 830 (og það daginn eftir slope-day) á laugardag var fyrsti leikurinn, við unnum hann þar sem að hitt liðið var með skelfilegan hangover og sá sér ekki fært að spila. Leikur númer 2 var hins vegar svakalegur. Við mættum þessum líka chocko-business scool MBA nemum, sem eru náttúrulega allir fyrrverandi prom-king/fraternity jocks og íþróttaspecialistar, því sú týpa virðist vera ákaflega successful hér í USA. Í fyrsta inning skoruðu þeir 15 runs, og við komumst varla í fyrstu höfn, eftir það var allt niður í móti og við enduðum á að tapa 35-0 þrátt fyrir svakalegt come-back þegar við komum einum manni í þriðju höfn. Það sökkar að sökka.

Ég hvet sem flesta að kynna sér slope day í cornell, sem er síðasti skóladagurinn á vorin nema það að allir eru blindfullir í einni brekkunni hér í skólanum. Allt náttúrulega þaulskipulagt, fyrst þarf maður að bíða í röð komast inn á svæðið, síðan er hægt að kaupa sér bjór og matarmiða ef 2 gerðir af skilríkjum eru til staðar, og þá loks getur maður staðið í röð við 3 bud-light trailera og skipt út 1$ miða fyrir bjór, jibbí. Og svo er bara að leggjast í brekkuna og hlusta á rapp, og horfa á blindfyllinga allt í kring. Bara svona útihátíðarstemning, nema með góðu veðri. Áfram Ísland.

föstudagur, apríl 30, 2004

Jæja ætli það sé ekki best að reyna að koma þessari bloggsíðu aftur í gang. Við erum búin að vera voðalega löt að skrifa í vor. Ég er búin að skila inn final drafti af ritgerðinn minni þannig að nú á ég bara vonandi eftir að snurfusa hana aðeins laga heimildaskrá og svoleiðis.
Í síðustu viku tókum við okkur til og skelltum okkur á Muse tónleika í Rochester. Það var alveg rosalega gaman, þessi hljómsveit er auðvitað bara algjör snilld og eru ekki margar hljómsveitir þar sem að maður fílar öll lögin þeirra á öllum þremur diskunum sem hafa komið út.
Síðustu daga er búið að vera ofsalega gott veður og í gær fórum við loksins og hjóluðum á nýju hjólunum okkar. Ármann var reyndar búin að fara út einu sinni og vígja sitt en ég hafði ekki prófað mitt. Við fórum nú ekki langt þar sem að þetta er í fyrsta skipti sem ég nota táklemmur þannig að ég þurfti að fara frekar hægt af stað. Það er ótrúlega erfitt að venjast þessu, mér líst ekki á mig ef ég þarf að stoppa skyndilega ég á ekki eftir að muna að losa fæturna úr klemmunum og á örugglega eftir að steypast á hausinn. Ég var oft nálægt því að detta í gær og upplifa svona panic moments um að ég myndi detta úr klemmunum.
Annars er ég að byrja að sækja um vinnu og þá þarf ég auðvitað að skrifa resume, eða ferilskrá eins og það kallast víst á góðri íslensku. Það verður að viðurkennast að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa góða ferilskrá þannig að ég fékk hjálp frá vinkonu minni hérna úti sem er nokkuð góð í því. Þetta opnaði alveg nýjar víddir hjá mér í sjálfshóli, ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að snúa reynslu sem manni finst ekki skipta svo miklu máli upp í eitthvað rosalega jákvætt og mikilvægt. Til dæmis að hafa unnið við það að fylgjast með einhverjum tölvum og láta vita ef eitthvað væri að í: “Acted as liaison between physics lab and computer department to ensure smooth transfer of data”. Já ég held að þessi setning fái að fjúka aðeins of ýkt!
Annars verð ég að fá að pirra mig pínulítið. Ég horfði um helgina á útsendingar frá stærstu mótmæla göngu sem hefur farið fram í Bandaríkjunum þar sem að fólk alls staðar að og á öllum aldri kom saman í Washington D.C. til þess að mótmæla stefnu Bush stjórnarinnar í málum sem koma að reproductive rights meðal annars rétt til fóstureyðinga. Þrátt fyrir að þarna væri komið saman næstum því milljón manns þá var varla fjallað um þessa göngu í fjölmiðlum og það ótrúlegasta, þá tóks einum af talsmönnum Bush nánar tiltekið Karen Huges að tengja allt þetta fólk við 11. september og hryðjuverka menn (Sjá hérna, Jon Stewart er snillingur). Er þessu fólki ekkert heilagt? Þetta fólk er svo scary að ef Bush nær kjöri í haust þá held ég að réttindi kvenna hérna séu í mikilli hættu. Því miður þá hefur þetta ekki áhrif bara í USA heldur einnig á öll þau lönd sem fá einhverja fjárhagslega aðstoð frá þeim þar sem að núna þá fá engar stofnanir pening sem á einhvern hátt fræða konur um fóstureyðingar eða hjálpa þeim að komast í samband við lækna sem framkvæma þær. Ég þarf auðvitað ekki að nefna að dregið hefur úr styrkjum til stofnana sem gera það sama hérna. Annars ætla ég að stoppa hérna, gæti haldið áfram endalaust, en nenni því ekki lengur þar sem að það er 26° hiti úti.
Jibbí sumarið er komið!!!!

laugardagur, mars 06, 2004

Jæja þar sem við erum komin á aumingjablogglistann hjá Arnóri verðum við að fara að skrifa. Það er bara óskup lítið að gerast hjá okkur, Ármann er á fullu á labinu og ég að vinna að ritgerðinni og við gerum lítið annað. Við vorum reyndar að kaupa okkur fjögra mánaða gamlan DVD spilara fyrir $25 dollara, þannig að nú get ég farið að horfa á allar Hindi myndirnar sem ég kom með frá Nepal. Svo er planið að kaupa sjónvarp í dag 27” og 10 ára gamalt á $20. Þannig að þá verðum við komin með entertainment center fyrir $45, nokkuð gott það.

Við reynum nú samt að fylgjast með öllum þeim stórmálum sem koma upp hérna vestra, svona eins og Janet Jackson og Justin Timberlake hneykslið á Super Bowl, giftingar samkynhneigðra í San Francisco, keppnin um hver verður frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum næsta haust og svo síðast en ekki síst Óskarinn.

Við horfðum auðvitað á hinn merka atburð sem Óskarinn er, eins og venjulega er þetta alveg hrikalega langdegið og lítið sem kemur á óvart. Ég verð bara að viðurkenna það að mér fannst eiginlega skemmtilegra að horfa á Joan Rivers á the red carpet heldur en Óskarinn sjálfann. Annars hafði atvikið á Super Bowl þau áhrif á óskarinn að það var fimm sekúndna seinkun á útsendingu svona ef svo illa færi að fólkið gæti ekki hagað sér siðsamlega. Ég veit nú ekki hvar þetta endar eiginlega, ætluðu þeir að stoppa af einhvern þessarar “hrikalegu” liberal leikara í að koma með einhverja pólítíska yfirlýsingu? Guð forði fólki frá því að nota málfrelsi sitt. Annars passar þetta ágætlega við það að CBS vildi ekki sýna auglýsingar sem var beint að Bush á Super Bowl (sjá sumar hérna fyrir þá sem hafa ekki séð þær )sem og auglýsingu sem styður stofnanir sem hjálpa konum að fá getnaðarvarnir og fóstureyðingu. Það er auðvitað ekkert mál að sýna Viacra auglýsingar fyrir alla aumingja CEO’s sem eru orðinr getulausir greyin eftir allt stressið sem þeir upplifa í starfinu. Einnig voru sýndar fyrir nokkru auglýsingar hérna sem tengja fóstureyðingar, snemma á lífsleiðinni, við Brjóstakrabbamein. Eitthvað sem sérfræðingar hafa komist að að er ekki stutt með ransóknum. Annars virðast Republicanar vera ákveðnir í því að gera allt til þess að gera konum erfitt að fara í fóstureyðingar, núna er Ashcroft að reyna að fá heimild til þess að skoða læknaskýrslur kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu til þess að skoða hvort að þær hafi gert það af heilsufarsástæðum, eitthvað sem kemur honum ekkert við.

Annars virðast þessir conservatives ekki geta látið einkalíf fólks í friði samanber hvað þeir eru á móti því að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband og fengið sömu réttindi og aðrir þegnar þessa lands. Ég var líka að heyra að í Michigan væri verið að reyna að setja lög sem gera framhjáhald ólöglegt mér finnst nú að ríkið eigi að halda sér fyrir utan svefniherbergi fólks, en það er nú bara ég.

föstudagur, janúar 16, 2004

Æm bakk. Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár. Við höfðum það fínt í jólafríinu, borðuðum á okkur göt, fengum fullt af pökkum og sváfum heilan helling, og létum okkur leiðast yfir áramótaskaupinu. Bara þetta venjulega.

Á leiðinni heim komumst við að því að nú hefur okkar ástkæra flugfélag Icelandair endanlega lost it, Fyrir utan að vera að ALLTAF á eftir áætlun og koma manni í bölvað djöfulsins klandur að ná tengifluginu, þá þarf maður nú að borga fyrir að fá kók, vatn í flösku, eða djús með matnum??? Ég er nú ekki alveg að skilja svona lagað, þegar flugfreyjan var spurð hvern djöfullinn væri eiginlega í gangi, þá var svarið að það væru bara öll flugfélög farin að láta menn borga fyrir kók? Jeje, ég hef nú flogið slatta á síðustu misserum og Ása líka, og jafnvel ódýrustu lágfargjaldaflugfélög eru enn að gefa sitt kók. En hins vegar er SAS farið að rukka fyrir kókið, en common SAS hefur verið á kvínandi kúpunni í 2 áratugi samfleytt. Það virðist vera að Flugleiðir telji sig vera eitthvað lágfargjaldaflugfélag, en þegar maður borgar 700 dollara fyrir flug milli íslands og ameríku, þá er maður nú ekki beinlínis á díl aldarinnar. En fyrir útlendinga sem eru ekki á leiðinni til íslands þá er náttúrulega ágætis tilboð í gangi, svona 300 dollarar til Evrópu frá USA, en þetta lið getur þá bara borgað fyrir sitt kók, ég ætla sko að fá fokking kók fyrir mína 700 dollara. Enn og aftur sanna þessir fávitar hjá flugleiðum að þeir eru incompetent aular af verstu gerð, taka Íslendinga í rassgat æ ofan í æ, fá endalausa ríkisstyrki og hafa ekki séð sig fært að borga skatta svo áratugum skipti. Og þar fyrir utan, kaupa ömurlegar flugvélar (go Airbus).

Þegar til Baltimore var komið, gerðust þau undur og stórmerki að Ashcroft vildi fá mynd af mér og fingraför, ásamt öllum hinum. Þetta er nú eiginlega alveg hætt að vera sniðugt hérna, áfram allir aðrir en Bush í næstu kostningum.

Síðan að við komum hefur eiginlega bara verið skítaveður, ískalt snjór og rok á köflum. Í dag er –10F sem er bara brútal mannréttindabrot. Enda strækaði Toyjarinn á að fara í gang í morgun. Eftir að ég minnti hann á að hann tilheyrði bilanafríu toyjótafjölskyldunni gerði hann sitt besta og notaði þetta mW sem batteríið var tilbúið að láta af hendi og hrökk í gang með óhljóðum, held að hann sé með Astma blessaður. Á svona dögum sem maður fær 4x4 dellu og vill bara fara í torfærur frekar en að vera að drullast í skólann til að skrifa asnalega pistla.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Eg er að fara heim á morgun, jibbí. Á bara eftir að pakka niður í töskur og svo er stefnan sett á Norðurpólinn. Í dag er ég mest megnis að þykjast vinna, en hápunktur dagsins er náttúrulega að fara á Return of the King, ef ég fæ miða! Í gær sá ég Bad boys 2 hjá Mike og Ali, þvílikt bull maður. Ein allra lélegasta mynd sem um getur, ætlaði bara aldrei að enda, það var eins og það væru þrjú mismunandi handrit af myndinni, þeir hefðu kannski bara betur gert svona Trilogíu eins og Lord of the Rings! Enda kannski við því að búast eftir að hafa lesið dóma um hana sem sögðu nokkurn veginn: Myndin er nógu vond til að láta gamalt fólk fara aldrei aftur fara í bíó og gera ungt fólk gamalt.

Elli sendi þennan líka fína link í commenti (nr. 9) við síðustu færslu (jamm ég kann líka Debet/Credit lingóið), þetta er hin margumtalaða grein Guardian um Kárahnjúkastórvirkjunarframkvæmdabúllshittið sem tröllriðið hefur Íslenskri þjóð síðustu misseri. Ég gæti eiginlega ekki verið meira sammála þessari grein og bara skil ekki hvernig í ósköpunum þetta gerðist. Gaman að sjá hvernig þeir fjölluðu um “Bláu Höndina” sem allir tala um nema þegar það eru kostningar, en þá gleymist hún algerlega. En greinin ýtir bara undir þá trú að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda séu teknar af fólki sem hreinlega er ekki hæft til þess. Til dæmis, hér er ferill umhverfisráðherra okkar íslendinga Sivjar Friðleifsdóttur:

Stúdentspróf MR 1982. BS-próf í sjúkraþjálfun HÍ 1986. Sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-1988. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988-1995. Skip. 28. maí 1999 umhverfisráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 umhverfisráðherra; jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda síðan 1999. Í stjórn Badmintonsambands Íslands 1984-1985. Í samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Íslands 1986-1995. Í sambandsstjórn Æskulýðssambands Íslands 1988-1990. Í framkvæmdastjórn Norræna félagsins 1989-1995.Í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar síðan 1990. Formaður SUF 1990-1992. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1990-1992. Í nefnd um velferð barna og unglinga 1992.
Alþm. Reykn. 1995-2003, alþm. Suðvest. síðan 2003 (Framsfl.). Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda síðan 1999. Utanríkismálanefnd 1995-1999, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-1999, félagsmálanefnd 1995-1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1996-1997.

Þarna fer greinilega hæfur sjúkraþjálfari, en hvern andskotann hefur það með umhverfismál að gera? Enda sýnir það sig, hún hefur tíðum haft stór orð um þessar framkvæmdir, sem oftast byrja á, “ég hef skoðað forsendur þessara virkjanaframkvæmda vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að.....” Mér er hins nokk sama um hvaða niðurstöðu hún kemst að því þetta er hreinlega ekki í hennar deild. En menn hafa jafnan afsakaða hana með því að benda á að “hún sé svo vel klædd og myndarleg”, Think again. En svona eru nú stjórnmálin á Íslandinu góða. Hver veit nema heilbrigðisráðherrann sé næstur í röðinni?