Sælt veri fólkið. Maður verður náttúrulega að byrja á að óska Ása og Björg með hamingju með kútinn, og húsið líka að sjálfsögðu. Það er orðið helvíti langt síðan að ég reit á þessa síðu, en nú er ætlunin að bæta úr því. Ekki það svo sem að það sé eitthvað að gerast hjá okkur!
Sumarið er heldur betur farið að taka við sér, nú er frekar solid tuttugu og eitthvað stiga hiti og 100% raki, rigning annad slagid og þrumur. Það ber náttúrulega hæst að ég hef ekkert afrekað í vísindunum síðan um jólin, og stefni frekar niðurávið frekar en hitt. Enn lakari árangur er að nást á íþróttasviðinu. Síðasta fimmtudag fór ég og Mike í hjólreiðarkeppni, Time Trial svokallað hjá Fingerlakes cycling club, þetta gengur þannig fyrir sig að keppendur eru ræstir á 30 sekúntna fresti og maður hjólar 10 mílur og reynir líklega að ná sem bestum tíma. Við vorum svo helvíti snjallir að ákveða að hjóla á staðinn og gerðum okkur kannski ekki grein fyrir því að það var fjandi langt og klikkaðaðr brekkur á leiðinni. Þannig að það var ekkert svakalega hátt á manni risið þegar keppnin hófst. Öllu verra var þó að sjá alla hjólageðsjúklingana taka einhver undratæki, sem virtust eiga það eitt sameiginlegt að vera með 2 dekk, út úr fjölskylduvaninum. Þegar tími var kominn til að skrá keppendur inn var beðið um að lúserarnir færu fyrst svo að fólk þyrfti ekki að bíða í klukkutíma á hinum enda brautarinnar. Við vorum ekki lengi að skrá okkur meðal fyrstu manna. Og hófst svo keppnin, ég náði að pikka nokkra lúsera upp, þar á meðal Mike og einhverja gamlingja, en á síðari hlutanum fór að versna í því. Hvað eftir annað heyrði maður eins og að þota væri að keyra á eftir manni þegar einhverjir guttar á Carbonfiber gjörðum svifu fram úr. Þetta gekk náttúrulega ekki rassgat, ég ákvað að “take it up a notch” og tók svakalegan endasprett sem allavega gerði það að verkum að ég missti ekki fleiri Carbonfokkers fram úr, og náði tveim lúserum í viðbót. En úrslitin voru skammarleg, 26 mínútur og nálægt miðju í öllum hópnum.
Á hinum enda íþróttaspectrumsins vorum við að klára Cornell Intramural Softball tournament, við MAE-ingar (Mechanical and Aerospace Engineering). Þetta season var svosem ekki mjög gott þar sem flestum leikjum var frestað vegna rigninga. En um helgina var playoffs, klukkan 830 (og það daginn eftir slope-day) á laugardag var fyrsti leikurinn, við unnum hann þar sem að hitt liðið var með skelfilegan hangover og sá sér ekki fært að spila. Leikur númer 2 var hins vegar svakalegur. Við mættum þessum líka chocko-business scool MBA nemum, sem eru náttúrulega allir fyrrverandi prom-king/fraternity jocks og íþróttaspecialistar, því sú týpa virðist vera ákaflega successful hér í USA. Í fyrsta inning skoruðu þeir 15 runs, og við komumst varla í fyrstu höfn, eftir það var allt niður í móti og við enduðum á að tapa 35-0 þrátt fyrir svakalegt come-back þegar við komum einum manni í þriðju höfn. Það sökkar að sökka.
Ég hvet sem flesta að kynna sér slope day í cornell, sem er síðasti skóladagurinn á vorin nema það að allir eru blindfullir í einni brekkunni hér í skólanum. Allt náttúrulega þaulskipulagt, fyrst þarf maður að bíða í röð komast inn á svæðið, síðan er hægt að kaupa sér bjór og matarmiða ef 2 gerðir af skilríkjum eru til staðar, og þá loks getur maður staðið í röð við 3 bud-light trailera og skipt út 1$ miða fyrir bjór, jibbí. Og svo er bara að leggjast í brekkuna og hlusta á rapp, og horfa á blindfyllinga allt í kring. Bara svona útihátíðarstemning, nema með góðu veðri. Áfram Ísland.