miðvikudagur, október 29, 2003

Af mer er allt gott ad fretta, thad er buid ad vera heilmikid um ad vera um
helgina thar sem ad Tihar onnur staersta hatid Hindua herna er buin ad vera i gangi sidan a fimmtudaginn. Fyrsti dagurinn er fyrir krakur, thad er ad segja thau tilbidja krakur vegna thess ad thaer takna daudann. Naesti dagur er svo til thess ad tilbidja hunda en their eru standa vord um hlid daudans. Vid gerdum ekki mikid fyrsta daginn nema ad fara til Kathmandu til ad kaupa ymislegt dot til thess ad geta gert puja, eda tilbedid hundana daginn eftir. Thad er ad segja Liz keypti dot fyrir hundana thar sem ad hun er mikill hundavinur og hefur eiginlega tekid ad ser alla hundana her i Kirtipur. Eitt sem eg hef kannski ekki minnst a eru allir villihundarnir herna i Kirtipur, their eru lika i Kathmandu ut um allt. Their liggja fyrir utan verslanirnar og heimahus og fa mat sem folk hendir. Their eru ekki notadir i neitt og eru ekki gaeludyr en einhvernveginn lifa their af. Thad er dalitid fyndid ad alltaf thegar eg les lysingar a truar hatidum eda einhvers konar hatidum tha virdist allt vera svo gamallt og ekkert hefur breyst thad er dalitid eins og folkid sem verid er ad tala um se fast i akvednu tima skeidi. Aftur a moti thegar eg gekk um gotur Kathmandu og sa alla hlutina sem voru til solu til thess ad
audvelta folki undirbuninginn fyrir hatidina tha ser madur hvad hlutirnir hafa breyst. Alls stadar var folk ad selja blomakransa sem eru notadir til thess ad gefa tika og saelgaetid og avextirnir sem er gefid sem forn faest tibuid i pokkum thannig ad folk getur keypt allt i einu. Kathmandu var mjog litfogur og skemmtileg yfir hatidirnar oll hus skreytt med blomum og ljosum og endalaus fjoldi af folki ad undibua hatidina. Thetta var eins og Thorlaksmessa heima a Islandi nema audvitad miklu fleira folk og auk jola ljosana voru blom hangandi a husunum, bilum og dyrum. Daginn eftir voknudum vid snemma til thess ad gefa hundunum tika (raudur punktur a ennid) og tilbidja tha. Vid byrjudum a thvi ad gefa hundunum tika og svo settum vid blomakrans um halsinn a theim og ad lokum gafum vid theim hrisgrjon og kjot ad borda a laufdiskum. Thetta var mjog skemmtilegt og ahugavert alls stadar thar sem vid forum voru blomaskreyttir hundar, eg held ad their hafi bara haft gaman ad thessu thar sem ad their fengu fullt af mat. Allan laugardaginn voru krakkar og alls konar klubbar ad koma i heimsokn og syngja og dansa fyrir okkur til thess ad fa pening, saelgaeti og avexti. Vid urdum audvitad ad dansa lika thannig ad vid gerdum okkur ad fiflum en eg er svo sem ordin von thvi thar sem ad eg geri thad bara med thvi ad ganga um goturnar herna, thad er ad vera utlendingur. A sunnudaginn hjalpudum vid til vid hrisgrjona uppskeruna thad er ad segja med thvi ad skera nidur litinn hrisgrjonakur i eigu CNSP. Thad var mjog gaman en frekar erfitt thar sem ad eg er ekki von thessari hreyfingu, vid notudum sigd til thess ad skera nedst a plontunni og sofnudum thvi i bunka og svo thurftum vid ad threskja grjonin af plontunni. Grjonin eru svo thurkud i solinni og svo send i myllunna til thess ad thar sem ad hidid er unnid i burtu. Vid audvitad drukkum te i pasum og svo fengum vid bjor og eitthvad Nepalskt vin sem var alveg agaett, vid hefdum audvitad att ad fa hrisgrjona bjor eda chang eins og thad er kallad en thad var ekki til thannig ad vid urdum ad saetta okkur vid Tuborg og San Miquel en thad auk Carlsberg er eini bjorinn sem haegt er ad fa herna. Thetta var alla vega i fyrsta skipti sem eg hef fundid a mer fyrir hadegi en thar sem ad eg er ekki i mikilli aefingu tha tharf eg ekki mikid til thess ad verda naestum thvi drukkinn. I dag er eg ad borga fyrir manudaginn thar sem ad eg thurfti ad borda mat sem eg hefdi aldrei bordad annars og nuna er eg ad drepast i maganum. Dagurinn var samt mjog skemmtilegur og ahugaverdur. Thessi dagur er kalladur Bhai Tika thad er brodur Tika og a thessum degi tilbidja systur braedur sina. Eg og Liz forum til konu sem vid hofum kynnst her i Kirtipur til thess ad sja hvernig thetta fer fram. Thessi kona lifir vid nokkud serstakar adstaedur thar sem ad hun hljopst a brott med eiginmanni sinum sem er ekki algengt a medal Newari en thad er ethniskur hopur sem eru Hinduar og eru frumbyggjar Kathmandu dalsins. Nu er thad thannig tho ad madurinn hennar byr og vinnur i Pokhara og hun byr hja fjolskyldu sinni ekki hans. Hann sendir ekki pening heim til thess ad stydja hana og tvaer daetur thannig ad hun er i raun ein a bati. Ja hun er reyndar ekki ein a bati thar sem ad hun byr hja eldri og yngri mommu sinni en thad thydir ad fadir hennar var giftur tveimur konum og svo bua alla vega thrjar systur hennar tharna sem og einn yngri brodir. Alla vega tha fengum vid ad sja alla athofnina og taka thatt i henni sem var svolitid skritid og svo audvitad urdum vid ad borda allt sem var borid fyrir okkur.
Eg er buin ad skrifa allt of mikid eins og venjulega thannig ad eg laet thetta duga.

mánudagur, október 27, 2003

101 Reykjavík var alveg sæmileg landkynning, þó svo að kanarnir eigi ferlega erfitt með að horfa á eitthvað sem kemur ekki frá hollywood. Málið er að þeir þykjast vera rosalega opnir fyrir einhverju nýju en þegar öllu er á botninn hvolft þá er það bara Baseball og Hollywood sem kemst að. En 101 vann heldur betur á þegar líða tók á myndina. En það sem þeim fannst verst var að þurfa “read the movie” semsagt að lesa subtitles!!!! COMMON! Á laugardaginn var síðan söðlað um og gerð stórhreingerning á pleisinu, enda kominn tími eftir nokkra mánaða leti. Ég ákvað að prófa amerísk húsráð og nota Edik til að hreinsa sturtuna og það virkaði svona líka helvíti vel, nú tími ég ekki að fara í sturtu á næstuni. Annað merkilegt húsráð er að setja matarsóda inn í ískáp til að losna við lykt af illa lyktandi mat osf. merkilegt nokk, og svo er nátturulega að nota matarsóda og jafnvel edik til að hreinsa alla skapaða hluti, til dæmis ad hreinsa rúður með edikki! Jamm þetta lærir maður hérna í USA.

Á laugardagskvöldið var síðan farið á létt djamm með Skúla og Kalla. Við enduðum á einhverjum bar og horfðum á Yankees tapa Baseball World Series fyrir Florida! Mér er alveg sama því að ég hélt með Boston Red Sox, muhahhaha, sem töpuðu fyrir Yankees í æsispennandi undanúrslitum, En Red sox hafa ekki unnið síðan þeir seldu Babe Ruth til Yankees á árum áður. Annars var lítið um stórafrek um kvöldið, Skúli náttúrulega sankaði að sér kvennfólki með ógurlegum persónutöfrum, sem gerði það að verkum að við Kalli urðum af kurteisissökum að halda uppi samræðum við vinkonur Skúla, og eins og venjulega fóru samtölin út í að útskýra af hverju Grænland heitir Grænland og ísland ísland, goddamn ef ég er ekki orðinn þreyttur á þessari lummu. Ég skal þó um síðar verði hafa uppi á þeim grasasna sem kom þessum upplýsingum inn í Amerískt samfélag. Síðan var aðeins flakkað um Collegetown og reynt að komast inn á einhverja staði en það var bara svo geðveik traffík, enda homecoming og football leikur við Brown University. En um kvöldið gerðust þau undur og stórmerki að klukkan 3 um nóttina varð klukkan 2!! Semsagt kominn vetrartími. Ég lýsi hér með yfir því að það verður mitt ævistarf að finna upp leið til að láta þetta sama gerast um hverja helgi, því þá getur maður farið á djammið á laugardagskvöldum, komið seint heim og svo bara vaknað á skikkanlegum tíma á sunnudag, snilld!

Á sunnudag var síðan lítið gert annað en að fara í verslurnarleiðangur og þvo þvott og lesa fimmtu Harry potter bókina. Um kvöldið fór ég síðan í mat til Sathya sem vinnur með mér á labbinu, hann bjó til þennan líka dýrindis indverskan mat. Gallinn er hins vegar sá að maður er hálf high og lightheaded eftir að hafa étið öll þessi krydd, enda eru flest þeirra ávanabindandi og nátengd alls kyns efnum sem öllu jöfnu teljast til ofskynjunarlyfja (er ekki ad grínast með þetta, kíkiði bara á Google). Hlýtur að vera eintómt partý að búa á Indlandi.

föstudagur, október 24, 2003

Dúd, í gær fékk ég mér barasta flensuna í sprautuformi. Þetta hef ég ekki gert áður en taldi það vissara í tilefni þess að ég verð á stöðugu ráðstefnustandi þangað til ég kem heim um jólin. En allavega fékk ég þennan týpíska verk í sprautusvæðið og smá chills í gærkveldi, það sem maður leggur ekki á sig fyrir vísindin!! Ameríkanarnir eru ekkert smá fyndnir með svona samt, maður byrjar á því að fylla út eitthvað svakalegt form í þríriti sem segir að manni hafi verid gerð grein fyrir öllum áhættuþáttum sem völ er á í sambandi við það sem verið er að gera. Síðan fær maður að hitta einhverja hjúkku, sem tekur á manni blóðþrýsting og hita og eitthvað svoleiðis, jafnvel þó að það tengist ekki á nokkurn hátt því sem er að gerast, síðan ef maður er heppinn fær maður að hitta lækni í 2 mínútur, en í flestum tilfellum er það bara Nurse practitioner sem hefur réttindi til að skrifa upp á lyf og svoleiðis. En það sem ber hæst nátturulega er að maður fær alltaf eitthvað nammi í lok heimsóknarinnar, í gær fékk ég súperstationeraðann sleikjó!

Helgin hefur ekki verið skipulögð út í ystu æsar enn, en búið er að ákveða að horfa á 101 Reykjavík heima hjá Mike í kvöld. Veit svo sem ekki hvort það sé besta landkynningin en við sjáum bara til. Einnig er verið að spá í að horfa á Scary Movie 3 sem er að koma út, bara svona til að taka hlutverk sitt sem ruslahaug hollýwúdd alvarlega. Annars var Mike að kaupa sér þetta líka geðveika hjól, helvíti flottan Racer, og nú langar mig líka, djö... En hugsast getur að við skellum okkur í síðasta hjólreiðartúr ársins, og förum í kringum eitthvað af þessum blessuðum vötnum, ef hitastigið fer yfir 60F. Sem betur fer er Mike ekki kominn með nýja hjólið, ef svo væri myndi hann gersamlega steikja mig á gamla fjallahjólinu.

Annars er best að lýsa því yfir hérmeð að ég og Ása ætlum að taka þátt í Reykjarvíkur(hálf)maraþoni næsta sumar. Jamm og já, pís of keik. Og skora ég á alla vini og kunningja til að gera slíkt hið sama.

þriðjudagur, október 21, 2003

Helgin var ákaflega sorgleg í þetta skiptið, eins og svo oft áður reyndar. Á föstudaginn var förinni heitið á Hlöðuna (Big Red Barn), og síðan var farið heim að glápa á vídeó, Clint Eastwood kom ekkert sérstaklega sterkur inn sem leikari og leikstjóri. Á laugardaginn var síðan tekið hressilega á labinu, eitthvað verið að reyna að sortera úrvinnslu gagna fyrir næstu grein, sem verður að þessu sinni í minni kantinum og kannski ekki í eins virtum Journal og sú síðasta. Það er samt fínt að reyna að koma þessu út áður en maður gleymir algerlega hvað var verið að gera, þetta eru nefnilega gögn sem ég tók á mínum fyrstu 1,5 árum hér og því ekki seinna vænna en að drífa þetta í birtingu. Á laugardagskvöldið fór ég með Kalla, Ella, Skúla, Sabrinu og Mike út að borða á mexíkanska staðinn. Fengum þessar líka finu Quesadilla. Eftir það var mér öllum lokið og fór bara heim að sofa eftir langan vinnudag.

Á sunnudag fór ég með Kalla og Ella í smá verslunarleiðangur. Við fórum í bargainbúð dauðans, TJ-max og keyptum okkur þessi líka fínu merkjaföt á núll og nix. Ég keypti mér tvær peysur og tvær skyrtur, allt Calvin Kline eda Ralph Lauren. Mér er nátturulega alveg skítsama þó að þetta sé hugsanlega síðan í fyrra eða hittífyrra. Eftir verslunarbaráttuna var svo farið á Makkarann til að sjá hvort að ekki væri hægt að koma sér upp magakveisu fyrir vikuna. Það tókst ekki, en maturinn var samt vondur. Eftir allt þetta var svo aftur skellt sér í vinnuna og nokkrar Structure Functions skoðaðar.

Í gær fengum við þetta fína blíðskaparveður hérna í Íþöku og þá var farið í Tennis með Mike, Söndru og Eve. Við spiluðum þenna fína tvenndarleik sem fór nátturulega þannig að við Sandra unnum með yfirburðum, helvíti góður leikur. Við spilum tennisinn í völlum við Ithaca High School, þar meiga allir spila og meira að segja eru vellirnir flóðlýstir og alles. Svona er nú gott að búa hérna í US of A. Eftir leikinn gaf ég Mike far heim, en hann er í þeirri furðulegu aðstöðu að búa 15 mílur frá Iþöku og þar sem kona hans var farinn heim var fátt um fína drætti til að komast heim, því síðasti strætóinn fer klukkan 5pm!! Sjaldan sem maður getur hampað íslensku almenningssamgangnakerfi en eftir að búa hér prísar maður sig sælan. Fyrir farið fékk ég týpiskan amerískan kvöldverð, það er Macaroni and Cheese, sem er einn mesti djöfuls viðbjóður sem ég hef nokkurntíman smakkað, ætla ekki að borða það á næstunni. Það magnaða er að flestir ameríkanar lifa gersamlega eingöngu á MacandCheese og peanut butter á hvítu brauði með sultu, furðulegt að kaninn hafi komist til tunglsins á sínum tíma!!

miðvikudagur, október 15, 2003

Thad er gott ad vera komin aftur til Kirtipur og geta byrjad ad vinna ad
krafti, kominn timi til. Ferdin gekk vel vid flugum til Lukla en thad er 40 minutna flug thangad fra Kathmandu. Flugvollurinn thar er mjog serstakur thar sem ad hann er i halla thannig ad thad hjalpar flugvelunum sem eru ad lenda svo ad thaer thurfa ekki svo mikid plass sem og flugvelunum sem eru ad taka a loft thar sem ad thaer fara nidur hallann og svo ut i dalinn. Vid vorum sex i hopnum sem forum i gonguna Eg, Amanda, Liz sem er resident coordination hja CNSP, Jan sem er ad gera doktorsrannsokn a fullbright styrk, Steve sem er ad gera mastersrannsokn i acriculture fra Cornell og konan hans Nicole. Steve, Nicole og Amanda eru ekki komin heim, Amanda aetlar ad fara eins langt og hun kemst en hun tharf ad koma aftur thann 12. Steve og Nicole aetla til Base Camp og svo halda afram og fara hring sem virdist vera mjog skemmtileg ganga. Ferdin heppnadist mjog vel, vid fengum gott vedur allann timann og storkostlegt utsyni. Vid byrjudum a thvi ad ganga fra Lukla nidur til Phading sem tok adeins thrja tima. Umhverfid var mjog olikt thvi sem eg sa i Mustang thar sem ad allt var mjog bert, i stadin voru hlidarnar skogi vaxnar og mikill grodur. Eg var audvitad svo heppin ad vakna med kvef og hosta fyrsta daginn og eg var liklega med einhvern hita sum kvoldin. Eg fann mest fyrir slappleika snemma a morgnanna thegar eg var ad byrja ad ganga og svo seint a kvoldin sem betur fer tha var eg betri thegar lida tok a daginn og eg nadi ad hitna. Annars var eg i alveg agaetu formi, madur tharf audvitad ad passa sig ad fara ekki of hratt vegna haedarinnar svo ad madur fai ekki altitude sickness. Gangan var erfid, eg held ad eg hafi gengid a esjuna svona tiu sinnum thessa atta daga en thad var svo gott ad finna likamann reyna a sig og vera i svona storkostlegu umhverfi. Eg aetla ad reyna ad fara i dags gongur um Kathmandu dalinn um helgar til thess ad halda mer i formi og svo gongutura i Kirtipur thess a milli. Svo eg haldi afram med ferdasogunna vid endudum seinni daginn i Namche Bazar sem er i raun midstod ferdamanna a thessu svaedi thorpid er fullt af gistiheimilum og thad er meira ad segja haegt ad kikja a email thar en thad kostar samt 20 rs a minutuna svo ad madur eydir ekki miklum tima a netinu. Vid thurftum ad eyda einum degi i Namche til thess ad venjast haedinni thannig ad vid forum i dagsgongu yfir i thorp sem heitir Kumjhung utsynid var storkostlegt og eg sa Everest i fyrsta skipti. Thad var samt thad langt i burtu ad eg sa bara thrihyrnings laga toppinn Lahotze og Ama Dablan voru fyrirferdameiri thar sem ad thau eru naer, Ama Dablan er mjog fallegt, litur ut eins og Buddha i hugleidslu eda Svinxinn eftir thvi hvernig litid er a thad. Vid lentum i dalitid serstokum umraedum thennan dag. Daginn eftir forum vid til Thangboche sem er i raun Klaustursstadur umkringdur gistiheimilum. Vid reyndar gistum i litlu thorpi 20 minutur i burtu thar sem ad skolpkerfid i Thangboche tholir ekki mikinn fjolda af folki. Thetta var agaetis gistiheimili nema ad kamarinn var frekar ogedslegur thannig ad naesta dag heldum vid adeins afram upp og gistum i Pangboche. Planid var ad fara til Pheriche nema ad eg var svo slopp af kvefinu og hosta ad eg akvad ad fara ekki langt afram og vera svo bara i Pangboche og slappa af. Vid tokum svo tvo daga i ad fara til baka til Lukla fyrst fra Panboche til Namche Bazar og svo thadan til Lukla. Thetta voru miklu lengri dagar en eg bjost vid og erfidari ganga eg var buin ad gleyma ad vid hofdum farid nidur nokkud brattar hlidar lika ekki bara upp a moti. Thad sem mer fannst kannski serstakt vid ferdina fyrir utan storkostlegt umhverfi var hvad thad voru margir ferdamenn a leidinn thad var eiginlega alltof mikid af theim. Thad var lika otrulegt hvad fair baru sina eigin bakpoka, flestir vorum med burdarmenn og gengu bara med dagpoka. Thad vaeri kannski i lagi ef folk vaeri med edlilegan farangur, en sumir burdarmennirnir voru ad bera kannski 70kg fyrir tvo einstaklinga og their voru ekki bara med bakpoka heldur hjolatoskur og duffel bags. Thad voru lika mjog storir hopar sem ferdudust med tjold og thad er sko ekki haegt ad sitja a jordinni thannig ad burdarmenn voru ad flytja upp stola og bord svo folkid gaeti nu setid almennilea. Yak Uxar voru einnig notadir til ad flytja upp alls konar drasl baedi fyrir ferdamenn og almennar birgdir. Burdarfolk var lika ad bera almennarbirgdir a milli stada alls konar naudsynjar thar sem ad thad er ekki haegt ad flytja neitt tharna upp eftir a annan hatt. Uxarnir juku spennuna i ferdinni til muna thar sem ad madur vildi ekki verda fyrir theim thegar their foru framm hja thannig ad madur reyndi ad vera sem lengst fra theim. Jaeja eg aetla ekki ad hafa thetta lengra ad sinni. Eg hef ekki getad
komist i tolvu fyrr en nu thar sem ad talvan her hefur verid med eitthvad
vesen en thad aetti allt ad vera komid i lag nuna.

mánudagur, október 13, 2003

Jarlaskáldið (Nóri) minnti mig á gömlu góðu grænu úlpuna sem eitt af mínum fyrstu prinsippum í commenti vid síðustu grein. Ég man mæta vel eftir þeirri snilldar úlpu og líður ekki sá dagur er hvarmar mínir vætast af söknuði. En það minnir mig líka á grænu úlpuna hans Nóra sem var upp á sitt besta á sama tíma og mín græna úlpa. Gott ef þær sitja ekki saman á æðsta virðingarstalli úlpa á himnum.

Um helgina var heldur betur söðlað um. Á föstudaginn var kíkt á The Italian Job hjá Mike og Ali, og var steiktur fiskur borðaður með. Myndin var alveg ferlega léleg, svona ein af þeim myndum sem er gerð þannig að það sé hægt að búa til flottan trailer og ekki meir. Þannig að ef þið viljið sjá myndina er bara best að sjá trailerinn og látta lengri útgáfuna eiga sig.

Á laugardaginn fór ég í brúðkaup hjá kunningja mínum í Flugvélaverkfræðinni. Þau Mark og Molly giftu sig í Ukranian Orthodox kirkju í næsta bæ við Íþöku. Athöfnin var mögnuð upplifun, hún var vel á annan klukkutíma og fór mestur tíminn í að þylja upp Guðs orð á einhverri mixtúru á Úkraínsku og Amerísku. Presturinn þuldi upp í þaula og fólkið (sem vissi hvað átti að gera) svaraði prestinum síendurtekid, “God have mercy”, “Amen” síðan var farið með faðirvorið sjö sinnum og þess á milli sagði presturinn eitthvað sem ég skildi ekki en endaði þó jafnan á “forever and ever-er” (spurning hvort “ever” stigbeygjist? og er það þá, ever, ever-er, ever-est? gott ef að málfræðingar sem lesa þessa síðu geti ekki skýrt þetta út fyrir mér). Síðan var ferðinni heitið í reception, þar sem gert var lítið úr brúðhjónunum í dágóðan tíma, og svo etið. Mikið stuð það.

Á sunnudeginum var svo ákveðið að sjá aumur á íslendingum í Íþöku og því farið með þá í smá bíltúr. Við fórum í Watkins Glen sem er í um 45mín akstri frá Íþöku, það er svona gil sem maður getur gengið upp með, um 1,5 mílur eða svo. Á leiðinni heim var reynt að stoppa í vínsmökkun, en svo leyst nú víngerðarmönnunum á okkur félaganna að okkur var vísað á dyr undir þeim formerkjum að það væri búið að loka. Við trúum því nátturulega ekki rassgat og erum búnir að fæla grívens hjá Better Business Bureau. En í staðinn kíktum við á Taughanok falls, sem er myndarlegur foss í nágrenni Íþöku.

Það ber nátturulega hæst þessa dagana að ég búinn að fá grein birta í Journal of Fluid Mechanics (hún kemur sennilega ekki út fyrr en 2004 samt sem áður). Mín fyrsta grein til þessa, og jafnframt vonandi sú síðasta! Þar að auki er móðir mín orðinn formaður MS félagsins eins og heyrst hefur í á öldum ljósvakans í dag eftir hatramma baráttu. Góðar stundir.

miðvikudagur, október 08, 2003

Í dag braut ég næstsíðasta prinsippið, af þeim prinsippum sem ég man eftir að hafa lýst yfir opinberlega. Svo var mál með vexti að kollurinn var að verða ansi loðinn og því ekki seinna vænna að drífa sig í klippingu. Hingað til hef ég ekki farið í klippingu í USA af prinsippástæðum því að ég nenni ekki að vera með sítt að aftan eða vængi, en þess í stað hefur Ása séð um að rýja mig með lambaklippum reglulega. En svo bregðast krosstré, eins og Arnbjörn íslenskukennari sagði þegar ég minnti hann á að 3E hefði heyrt hann syngja labamba á einni árshátíðinni 1993 þegar beðið var um göngufrí. Ég labbaði mér niður í Collegetown í morgun og fór inn á Studio 108 þar sem að einhver gaur á fimmtugsaldri með gullkeðjur og aflitað hár og ljósabrúnku gaf mér þessa líka fínu klippingu fyrir 12 dollara, auk þess sem maður þarf víst að borga tips á klippistofum!!! (what the fokk?). En samt sem áður var þetta bara með betri klippireynslum því hann byrjaði á að stytta hliðarnar með kambinunum fræga en síðan baraasta þvoði hann mér um hausinn og klippti síðan rest með skærum, eitthvað sem íslenskir klipparar ættu að læra. Af þessum sökum er ég ekki með kláða frá helvíti eftir öll fínu hárin, thumbs upp, Amerika-Ísland 1-0.

En síðasta prinsippið (að undanskildum öllum hinum sem eru augljós eins og það að hata toyjotur, þó svo að ég keyri á einni) hangir enn, og það er nátturulega að vera ekki með GSM. Og skal ég fyrr dauður liggja og éta hattinn minn á meðan áður en ég tek þátt í svoleiðis bransa, já heyrið þið það allir (Gunni, Elli, Skúli, Kalli og svo skal lengi telja) sem eruð að reyna fá mig yfir á “the dark side” og hana nú.

Ég heyrði að Ása er kominn til byggða eftir frækna göngu upp á Everest, að því er sagan segir, þannig að Everest ferðasagan hlýtur að fara að láta á sér kræla.

fimmtudagur, október 02, 2003

Eg var að komast að því að ég fer líklega á einhverja ráðstefnu í París í haus. Nánar tiltekið um miðjan Nóvember. Það hljómar bara djöfulli vel finnst mér, ekki oft sem maður hefur sjens á slíkum lúxus. Ekki það að það sé yfir höfuðu eitthvað geðveikt stuð á svona ráðstefnum, yfir höfuð er það bara alls ekkert gaman. En það hlýtur að vera þess virði að skella sér til Parísar, amk bara til að fá sér góðan mat, því maður hefur varla tíma til neins annars á svona ráðstefnum. Við förum líklega 3, einn prófessor og tveir nemendur. Síðan er önnur ráðstefna í New Jersey, 21 nóvember. Hana nenni ég alls ekki á. Ég fór á slíka ráðstefnu í fyrra og varð fyrir frekar miklum vonbrigðum með þetta ráðstefnuvesen, hvað þá að vera í New Jersey, haettulegasta borg í Bandaríkjunum!

Það er gaman að heyra af því að kunningjar manns eru smá saman að blanda sér í flokk málsmetandi folks. Sem ómagi í landi frelsisins hlýtur það að vera ákaflega gleðjandi tíðindi. Sem dæmi má nátturulega sérstaklega nefna Arnór sem er ný orðinn Jeppaeigandi með meiru (til hamingju) og þar með óvinur Kyoto bókunarinnar. Aðrir kunningjar svo sem Anna og Óskar, Andrea og Brjánn, Kjarri og Laufey, og svo mætti lengi telja eru orðnir húseigendur í hinum ýmsu hverfum bæjarins. Jamm þessu hefði maður ekki trúað, ótrúlegt en satt þá er furðulegt hvað tímanum líður, maður bara veit ekki fyrr en maður er orðinn rammfullorðinn, djísess.