föstudagur, apríl 30, 2004

Jæja ætli það sé ekki best að reyna að koma þessari bloggsíðu aftur í gang. Við erum búin að vera voðalega löt að skrifa í vor. Ég er búin að skila inn final drafti af ritgerðinn minni þannig að nú á ég bara vonandi eftir að snurfusa hana aðeins laga heimildaskrá og svoleiðis.
Í síðustu viku tókum við okkur til og skelltum okkur á Muse tónleika í Rochester. Það var alveg rosalega gaman, þessi hljómsveit er auðvitað bara algjör snilld og eru ekki margar hljómsveitir þar sem að maður fílar öll lögin þeirra á öllum þremur diskunum sem hafa komið út.
Síðustu daga er búið að vera ofsalega gott veður og í gær fórum við loksins og hjóluðum á nýju hjólunum okkar. Ármann var reyndar búin að fara út einu sinni og vígja sitt en ég hafði ekki prófað mitt. Við fórum nú ekki langt þar sem að þetta er í fyrsta skipti sem ég nota táklemmur þannig að ég þurfti að fara frekar hægt af stað. Það er ótrúlega erfitt að venjast þessu, mér líst ekki á mig ef ég þarf að stoppa skyndilega ég á ekki eftir að muna að losa fæturna úr klemmunum og á örugglega eftir að steypast á hausinn. Ég var oft nálægt því að detta í gær og upplifa svona panic moments um að ég myndi detta úr klemmunum.
Annars er ég að byrja að sækja um vinnu og þá þarf ég auðvitað að skrifa resume, eða ferilskrá eins og það kallast víst á góðri íslensku. Það verður að viðurkennast að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að skrifa góða ferilskrá þannig að ég fékk hjálp frá vinkonu minni hérna úti sem er nokkuð góð í því. Þetta opnaði alveg nýjar víddir hjá mér í sjálfshóli, ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að snúa reynslu sem manni finst ekki skipta svo miklu máli upp í eitthvað rosalega jákvætt og mikilvægt. Til dæmis að hafa unnið við það að fylgjast með einhverjum tölvum og láta vita ef eitthvað væri að í: “Acted as liaison between physics lab and computer department to ensure smooth transfer of data”. Já ég held að þessi setning fái að fjúka aðeins of ýkt!
Annars verð ég að fá að pirra mig pínulítið. Ég horfði um helgina á útsendingar frá stærstu mótmæla göngu sem hefur farið fram í Bandaríkjunum þar sem að fólk alls staðar að og á öllum aldri kom saman í Washington D.C. til þess að mótmæla stefnu Bush stjórnarinnar í málum sem koma að reproductive rights meðal annars rétt til fóstureyðinga. Þrátt fyrir að þarna væri komið saman næstum því milljón manns þá var varla fjallað um þessa göngu í fjölmiðlum og það ótrúlegasta, þá tóks einum af talsmönnum Bush nánar tiltekið Karen Huges að tengja allt þetta fólk við 11. september og hryðjuverka menn (Sjá hérna, Jon Stewart er snillingur). Er þessu fólki ekkert heilagt? Þetta fólk er svo scary að ef Bush nær kjöri í haust þá held ég að réttindi kvenna hérna séu í mikilli hættu. Því miður þá hefur þetta ekki áhrif bara í USA heldur einnig á öll þau lönd sem fá einhverja fjárhagslega aðstoð frá þeim þar sem að núna þá fá engar stofnanir pening sem á einhvern hátt fræða konur um fóstureyðingar eða hjálpa þeim að komast í samband við lækna sem framkvæma þær. Ég þarf auðvitað ekki að nefna að dregið hefur úr styrkjum til stofnana sem gera það sama hérna. Annars ætla ég að stoppa hérna, gæti haldið áfram endalaust, en nenni því ekki lengur þar sem að það er 26° hiti úti.
Jibbí sumarið er komið!!!!

laugardagur, mars 06, 2004

Jæja þar sem við erum komin á aumingjablogglistann hjá Arnóri verðum við að fara að skrifa. Það er bara óskup lítið að gerast hjá okkur, Ármann er á fullu á labinu og ég að vinna að ritgerðinni og við gerum lítið annað. Við vorum reyndar að kaupa okkur fjögra mánaða gamlan DVD spilara fyrir $25 dollara, þannig að nú get ég farið að horfa á allar Hindi myndirnar sem ég kom með frá Nepal. Svo er planið að kaupa sjónvarp í dag 27” og 10 ára gamalt á $20. Þannig að þá verðum við komin með entertainment center fyrir $45, nokkuð gott það.

Við reynum nú samt að fylgjast með öllum þeim stórmálum sem koma upp hérna vestra, svona eins og Janet Jackson og Justin Timberlake hneykslið á Super Bowl, giftingar samkynhneigðra í San Francisco, keppnin um hver verður frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum næsta haust og svo síðast en ekki síst Óskarinn.

Við horfðum auðvitað á hinn merka atburð sem Óskarinn er, eins og venjulega er þetta alveg hrikalega langdegið og lítið sem kemur á óvart. Ég verð bara að viðurkenna það að mér fannst eiginlega skemmtilegra að horfa á Joan Rivers á the red carpet heldur en Óskarinn sjálfann. Annars hafði atvikið á Super Bowl þau áhrif á óskarinn að það var fimm sekúndna seinkun á útsendingu svona ef svo illa færi að fólkið gæti ekki hagað sér siðsamlega. Ég veit nú ekki hvar þetta endar eiginlega, ætluðu þeir að stoppa af einhvern þessarar “hrikalegu” liberal leikara í að koma með einhverja pólítíska yfirlýsingu? Guð forði fólki frá því að nota málfrelsi sitt. Annars passar þetta ágætlega við það að CBS vildi ekki sýna auglýsingar sem var beint að Bush á Super Bowl (sjá sumar hérna fyrir þá sem hafa ekki séð þær )sem og auglýsingu sem styður stofnanir sem hjálpa konum að fá getnaðarvarnir og fóstureyðingu. Það er auðvitað ekkert mál að sýna Viacra auglýsingar fyrir alla aumingja CEO’s sem eru orðinr getulausir greyin eftir allt stressið sem þeir upplifa í starfinu. Einnig voru sýndar fyrir nokkru auglýsingar hérna sem tengja fóstureyðingar, snemma á lífsleiðinni, við Brjóstakrabbamein. Eitthvað sem sérfræðingar hafa komist að að er ekki stutt með ransóknum. Annars virðast Republicanar vera ákveðnir í því að gera allt til þess að gera konum erfitt að fara í fóstureyðingar, núna er Ashcroft að reyna að fá heimild til þess að skoða læknaskýrslur kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu til þess að skoða hvort að þær hafi gert það af heilsufarsástæðum, eitthvað sem kemur honum ekkert við.

Annars virðast þessir conservatives ekki geta látið einkalíf fólks í friði samanber hvað þeir eru á móti því að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband og fengið sömu réttindi og aðrir þegnar þessa lands. Ég var líka að heyra að í Michigan væri verið að reyna að setja lög sem gera framhjáhald ólöglegt mér finnst nú að ríkið eigi að halda sér fyrir utan svefniherbergi fólks, en það er nú bara ég.