Snjórinn er kominn til Íþöku! En það er barasta allt í fína lagi þar sem að ég er kominn á vetrardekkin. Ameríkanar hafa ekki enn fundið upp vetrardekkin enn, en þess í stað keyra þeir á All-Season dekkjum sem er drasl. Heilsársdekkin eru hvorki góð á sumrin né veturnar! Þar að auki eru þau gerð til að endast í 60,000 mílur eða svo og eru því alveg grjóthörð sem hjálpar alls ekki í bleytu eða snjó. Ég er semsagt brautryðjandi í vetrardekkjanotkun hér í bæ, sem snjóar meira í en á meðalvetri í Reykjavík. En það er ekki þrautarlaust að fá skipt um dekk hér því það tekur umþaðbil klukkutíma, án gríns, og kostar miklu meira en heima. Ég fór á nokkra staði og þurfti frá að hverfa því þeir vildu panta fyrir mig tíma næsta föstudag?? Djísess, maður mætir á hálftómt verkstæði og þeir treysta sér ekki að skipta um dekk fyrr en eftir viku! En þetta ræðst semsagt af því að þeir þykjast vera að skoða allskyns atriði í undirvagninum meðan þeir skipta um dekk. Til dæmis er ég núna þess fullviss um að bremsurnar á bílnum eru OK, en hins vegar eru original demparar á bílnum? Ég gapti náttúrulega þegar maðurinn sagði mér að dempararnir væru original, og það væri því líklega gott að skipta. Bara svona eins og það væri eitthvað prinsipp að vera ekki með original dempara. Ég bað manninn að sýna mér hvað það væri að dempurunum sem orsakaði það að hann taldi ráðlegt að gefa mér þessa viðvörun, en það var fátt um svör. En svona er bílabransinn hérna í US, það er gert ráð fyrir að maður sé alger idiot og reynt að svindla öllum fjandanum úr manni. En þrátt fyrir að bíllinn sé orðinn nokkra ára gamall er ég þess fullviss að það sé bara þónokkuð um original hluti í honum. Iðnaðarmannageirinn hér í USA virðist vera frekar steiktur og vera mestmegnis bölvaðir svindlarar og incompetent aular. Það er náttúrulega vegna þess að maður þarf ekki að læra neitt til að verða iðnaðarmaður hérna, til dæmis get ég auðveldlega lýst því yfir að ég sé bæði rafvirkji, rakari, og bifvélavirki án þess að nokkur geti sagt eitthvað út á það. Eina leiðin til að meta hvort fólk er gott í sinni grein eða ekki er að lesa c.v. – ið.
Á fimmtudag var farið í Turkeyveislu í boði Cornell og étið á sér gat til að halda upp á þjóðarmorð á indíánum! Helvíti gott það, bara þessi fíni Turkey. Á föstudag tók ég þátt í mesta verslunardegi í USA, daginn eftir thanksgiving. Ég, sem nonresident alien, tók náttúrulega minn þátt í að styrkja stoðir kapítalismans og keypti fullt af fötum á bargain prís. Eftir þetta þarf ég að setja kortin í frystin því ég er blankur, djö!
laugardagur, nóvember 29, 2003
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Þá er þessu ráðstefnuveseni lokið að sinni, jibbí. Á laugardaginn fórum við áleiðis til New Jersey, sem er stærsta stripmall í heimi. New Jersey er semsagt einskonar úthverfi fyrir New York City með endalausum verskmiðjum og búðum. Allt byggist á bílnum, ekki einu sinni hægt að labba 500 metra vegalengd því það eru að minnsta kosti 3 hraðbrautir sem maður þarf að komast yfir. En það sem kannski vekur mesta athygli er að Kópavogur bliknar hreinlega í samanburði því það er hvergi eins auðvelt að villast og í New Jersey, alger frumskógur. Um kvöldið var svo farið á Ítalskan veitingastað sem aðalega virtist vera mikið attraction fyrir mafíósa, sem Jersey er fræg fyrir, þarna koma Mafíósarnir með fjölskyldurnar og éta á sig gat af pasta. Á Sunnudag var síðan vaknað snemma og ferðinni heitið á ráðstefnuna. Síðan líður dagurinn frekar tíðindalaust með því að maður labbar inn og út úr einum af þessum 16 samhliða sessions, fær frítt kaffi og með því annað slagið, borgar 20 dollara fyrir hádegismat sem er turkeysamloka með chips!!!! hittir einhverja sem maður kannast við og svo framvegis. Á sunnudagskvöldið var síðan hápunktur ráðstefnunnar, það var farið í Central Park í Tavern on the Green, þar sem kvöldmatur er vel yfir 100 dollara á mann, og við fengum þetta líka fína hlaðborð og opinn bar. Þegar allir voru orðnir fremur vel í glasi var síðan farið aftur í rútu og aftur í verksmiðjuparadísina. Á manudaginn var svo stóra stundin runnin upp, ég hélt fyrirlesturinn fyrir svona 30 manns eða svo, og olli hann ansi miklum orðasennum og reiði sumra viðstaddra. Sem betur fer voru þónokkrir með mér í liði og því var ég ekki einn um að bægja reiðilestrinum frá mér, bara helvíti gaman þetta, en nú er alveg ljóst að í framtíðinni ætla ég að mæta vel lesinn á alla fyrirlestra hjá þeim sem reiðastur var og böggast. Muhahahaha, djöst jú veit bögger! Eftir þetta húllúmhæ var svo bara spennufall það sem eftir var dagsins, hlustað á fyrirlestra og spjallað svolítið meira. Um kvöldið var farið á þennan fína Indverska stað með yfirsýn yfir manhattan og jafnvel Indverjarnir voru bara helvíti sáttir. Á þriðjudaginn var dagskráin búin um 2pm og þá var farið í smá bíltúr til að villast í New Jersey en síðan var bara brennt til Iþöku.
Í dag er bærinn að tæmast vegna Thanksgiving átveislunnar sem fer fram á morgun, sem er síðan fylgt með Thanksgiving verslunarbrjálæði á föstudaginn þar sem allir vakna klukkan sex um morguninn og fara í mollið, ekki ég takk fyrir. Ég skelli mér líklega í Kalkún í Cornell en annars verður dagurinn bara tekinn rólega, aðeins að taka smá pásu eftir allt þetta ráðstefnubrjálæði.
Í dag er bærinn að tæmast vegna Thanksgiving átveislunnar sem fer fram á morgun, sem er síðan fylgt með Thanksgiving verslunarbrjálæði á föstudaginn þar sem allir vakna klukkan sex um morguninn og fara í mollið, ekki ég takk fyrir. Ég skelli mér líklega í Kalkún í Cornell en annars verður dagurinn bara tekinn rólega, aðeins að taka smá pásu eftir allt þetta ráðstefnubrjálæði.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Þá er stundin runnin upp fyrir næstu ráðstefnu. Við ætlum að leggja í hann á Toyjaranum um 2 í dag og fara sem leið liggur í New Jersey. Ráðstefnan er 3 dagar, sunnudagur til þriðjudags og ég er með fyrirlestur á mánudagsmorgun. Þetta er svakalega fjolmenn ráðstefna, fullt af sessionum í gangi í einu. Maður ráfar um milli sala og reynir að finna eitthvað sem er áhugavert en þar sem að hver fyrirlestur er aðeins 10 mínútur, þá er oft ansi erfitt að skilja til hlýtar hvað er að gerast. Best er að horfa á invited presentation sem er um 40 mínútna langir, því þá fær maður miklu betri yfirsýn yfir efnið. En þetta er svo sem allt í lagi, maður kynnist slatta af fólki og borðar sæmilegan mat í þrjá daga. Vonandi gengur fyrirlesturinn eins vel og í París, en nú er ég reyndar að fjalla um annað efni. Við erum á helvíti fínu hóteli, þó svo að staðsetningin mætti vera örlítið betri. Á sunnudagskvöld er svo reception á Tavern on the Green í Central Park í New York City. Flott það.
Annars er mjög áhugavert að fylgjast með fréttum heima á íslandi þessa dagana, þá sérstaklega í sambandi við alla þessa bankaskandala. Dálítið fyndin umræða, sérstaklega að heyra Forsetisráðherra skammast yfir því hvernig bankarnir eru að íhlutast í viðskiptageiranum. Einmitt það sem stjórn hans hefur verið fræg fyrir að gera, í gegnum bankana, þegar þeir voru í ríkiseign og svo stórfyrirtæki með sterk stjórnmálatengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Decode var nú eitt dæmi þess. En það sem setur mann hljóðan í þessu samhengi er hversu svakalegar upphæðir var verið að tala um, 400 milljónir fyrir einn mann í bónus, hvaða geðveiki er þetta? Ég bara spyr hvað hafa þessir menn gert sem verðskuldar slíkar upphæðir? Þeir halda líklega að þeir séu komnir á eftsta þrep kapítalismans. Og svo náttúrulega stóreykst virði bankanna frá því að ríkið gaf þá á síðustu misserum, við erum ekkert að tala um neina svakalega viðskiptatakta hérna af hendi þessara ágætu manna. Þannig að nú er bara spurning um að átta sig á raunveruleikanu: Það er hvergi annars staðar eins dýrt að eiga viðskipti við banka eins og á Íslandi. Til dæmis þá borga ég (hér í USA) ekki neitt fyrir að vera með bankareikning, ekki neitt fyrir debetkort, ekki neitt fyrir að versla með debetkortinu, ekki neitt fyrir að vera með kredidkort, ekkert ársgjald ekkert færslugjald ekkert þjónustugjald osf. Einu skiptin sem ég borga eitthvað fyrir að nota peningana mína er þegar ég tek út peninga í öðrum hraðbanka en mínum eigin banka. Og hana nú, ekki reyna að segja fólki að það sem gengur og gerist heima sé bara alveg eins og annarsstaðar. En jú, það er rétt sem þeir segja að þjónustan í bönkum er betri heima, gjaldkerarnir eru í flottari fötum og hafa flottari tölvuskjái. Give me a break, við þurfum nýjan banka.
Annars er mjög áhugavert að fylgjast með fréttum heima á íslandi þessa dagana, þá sérstaklega í sambandi við alla þessa bankaskandala. Dálítið fyndin umræða, sérstaklega að heyra Forsetisráðherra skammast yfir því hvernig bankarnir eru að íhlutast í viðskiptageiranum. Einmitt það sem stjórn hans hefur verið fræg fyrir að gera, í gegnum bankana, þegar þeir voru í ríkiseign og svo stórfyrirtæki með sterk stjórnmálatengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Decode var nú eitt dæmi þess. En það sem setur mann hljóðan í þessu samhengi er hversu svakalegar upphæðir var verið að tala um, 400 milljónir fyrir einn mann í bónus, hvaða geðveiki er þetta? Ég bara spyr hvað hafa þessir menn gert sem verðskuldar slíkar upphæðir? Þeir halda líklega að þeir séu komnir á eftsta þrep kapítalismans. Og svo náttúrulega stóreykst virði bankanna frá því að ríkið gaf þá á síðustu misserum, við erum ekkert að tala um neina svakalega viðskiptatakta hérna af hendi þessara ágætu manna. Þannig að nú er bara spurning um að átta sig á raunveruleikanu: Það er hvergi annars staðar eins dýrt að eiga viðskipti við banka eins og á Íslandi. Til dæmis þá borga ég (hér í USA) ekki neitt fyrir að vera með bankareikning, ekki neitt fyrir debetkort, ekki neitt fyrir að versla með debetkortinu, ekki neitt fyrir að vera með kredidkort, ekkert ársgjald ekkert færslugjald ekkert þjónustugjald osf. Einu skiptin sem ég borga eitthvað fyrir að nota peningana mína er þegar ég tek út peninga í öðrum hraðbanka en mínum eigin banka. Og hana nú, ekki reyna að segja fólki að það sem gengur og gerist heima sé bara alveg eins og annarsstaðar. En jú, það er rétt sem þeir segja að þjónustan í bönkum er betri heima, gjaldkerarnir eru í flottari fötum og hafa flottari tölvuskjái. Give me a break, við þurfum nýjan banka.
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Sjö nö parleva fransei! Jamm ég er kominn aftur á Stjúp-fósturjörðina. París rúlaði náttúrulega feitt, og Fransarinn fékk fullt hús stiga eftir þessa mögnuðu ferð. Alltaf gaman að heimsækja “Old Europe” eins og Rumsarinn kallar thad, fokkens idiot. Á þriðjudag var vaknad snemma morguns og pakkad nidur og svoleiðis og síðan var bara tekin strollan til Syracuse til ad fljúga til Detroid þaðan sem vid flugum til France. Ég var náttúrulega tekinn i ofur-skoðun a flugvellinum i Syracuse, þeir rifu allt uppúr töskunum mínum, og gengu svo langt að hrista nærfotin mín til að tjékka a sprengiefnum eda einhverju slíku, sídan var þessu bara hrúgað oní aftur og mér sagt ad fara til fjandans. Þessir kanar eru svo snargeðveikir að það nær ekki nokkri átt. Síðan tók við löng bið í Detroid og að lokum var síðan flogið til Parísar, í tótal um 20 tímar á ferðalagi. Jibbí. En ég náði smá svefni í flugvélinni og var eldhress þegar við komumst til parísar. Fyrsta daginn (miðvikudagur) var bara labbað um, kíkt á signu og svona áttað sig á hlutunum. Að sjálfsögðu drukkið chocholade og Expresso í óhófi, og borðað góðan mat. Á fimmtudag byrjaði svo ráðstefnan, ég byrjaði á því að læra á metró og svo gekk mér bara sæmilega að komast leiðar minnar, fyrir utan það að maður var alltaf smá tíma að átta sig hvar maður er þegar maður kemur upp úr metró. Meikaði það allavega á réttum tíma. Ráðstefnan var fín, nokkuð stíft prógram en samt langur hádegismatur sem betur fer. Maður kynntist fullt af fólki og lærði margt. Á kvöldin var síðan farið út að borða og svo á kaffihús, semsagt tveir fullir dagar af ráðstefnuveseni. Ég hélt síðan fyrirlesturinn á föstudag og það gekk bara mjög vel, fékk góðar undirtektir og fullt af spurningum. Merkilegt nokk held ég að mér hafi hálft í hvoru verið boðinn póstdokk í Bohr institude í Köben undir lok ráðstefnunnar, við sjáum til með það. En allavega góður félagskapur og góður matur. Um helgina var síðan tekið til við að skoða parís af miklum móð, við fórum í svona grófa yfirlitsferð um borgina, löbbuðum heil ósköp. Skoðuðum Champs Elysees, Louvre (að utan), Les Halles, Pompeidu, Sigurbogann, Fórum upp í Eiffel, Fórum á d´Orsey, löbbuðum um latínuhverfið, Notredam osf. Semsagt fullt að gera og mikið labbað. Frábær matur og góð stemming, París er alveg stórkostleg, jafnvel svona á haustin, ekkert vesen og ekkert stress. Á mánudag var síðan farið af stað til Charles de Gaulle, og eftir nokkrar yfirheyrslur komst ég um borð í flugvélina og meikaði það loksins heim um miðnætti á US tíma. Nú er bara að sjá hvort maður meiki það á næstu ráðstefnu á laugardaginn, Púff.
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Eg aetla ad byrja a thvi ad koma med nokkrar tilkynningar. I fyrsta lagi MS i.e. mjolkursamsalan tharf ad laera ad bua til almenninlega jogurt, eg held ad Gudni kjaftur aetti ad senda nefnd til Nepal til thess ad laera ad bua til ferska thykka og bragdmikla jogurt ekki thetta thunna sull sem their selja heima. Herna getum vid skroppid ut i bud og keypt leirpott fullan thessari lika bragdgodu jogurt, ja reyndar ekki her i Kirtipur eg tharf ad fara til Kathmandu en starfsfolkid byr stundum til sina eigin jogurt sem baetir thad upp.
I odru lagi tha er straeto kerfid her i Kathmandu alveg frabaert, eg fer bara ut a horn herna i Kirtipur og bid i mesta lagi i fimm minutur og straeto er kominn. Straetoin fra Kirtipur fer inn i midbaein og svo er haegt ad taka adra i allar attir. Thad er lika haegt ad velja um nokkrar gerdir ad farartaekjum til thess ad ferdast innan borgarinnar, thad eru audvitad venjulegir straetoar, svo eru thad minibuses sem eru eins og sendibilar thar sem ad haegt er ad troda um thad bil tolf manneskjum ef ekki fleiri, madur heldur ad thad komist ekki fleiri fyrir en their baeta alltaf fleirum inn. Sidan er einnig haegt ad taka Tuk Tuk en thad eru thrihjola bilar sem eru umhverfisvaenir og taka um thad bil 8 manns. Ef madur er mjog efnadur tha er haegt ad taka leigubil og i raun eru their ekki mjog dyrir 250 fra midborginni til Kirtipur sem er alla vega half tima ferd. Ef madur er adeins niskari tha er haegt ad taka Rickshaw sem eru adeins odyrari en leigubilar en eg maeli ekki med theim fyrir langar vegalengdir thar sem ad thad eru engir demparar og goturnar i Kathmandu eru ekki mjog godar if you get my drift. Flestir leigubilarnir eru litlir bilar, sem er gott thar sem ad thad er svo mikil mengun herna, thad er dalitid serstakt ad einu storu bilarnir suv´s eru i eigu INGO’s og NGO’s thaer stofnanir sem aettu ad vera medvitadar um umhverfid og reyna ad nota umhverfisvaenni farartaeki.
Fyrst ad eg er byrjud a yfirlysingunum tha er her ein I vidbot: Eg dyrka Hindi myndir, audvitad eru thaer mismunandi en thad er eitthvad heillandi vid ad horfa a spennumynd med gedveikt macho hetjum sem allt i einu fara ad syngja alveg hrikalega vaemin log. Allt folkid er audvitad alveg ofsalega fallegt og their eru sko ekkert feimnir vid ad vidurkenna ad thad er thad sem skiptir mali thar sem ad flestir leikararnir geta ekki sungid og thykjast bara syngja. Thad er dalitid ahugavert ad i flestum thessara mynda eru karlar alveg eins hlutgerdir og konur eins og konurnar eru their bara tharna til thess ad vera fallegir, thad eru alls konar skot ad korlum sem eru ad dansa I rigningu rennblautir og hristandi hausinn eins og their eigi lifid ad leysa og their syna orugglega alltaf adeins betri hlidina. Eg veit ekki alveg hvort ad thad se eitthvad betra ad baedi karlar og konur seu hlutgerd en thad er alla vega svona i nuinu, adur en madur fer ad hugsa um hvad thessar myndir eru hladnar stadalymindum, er einhvers konar anaegja ad sja menn hlutgerda eins og konur. Eg horfdi meira ad segja a Hindi hryllingsmynd um daginn, ymindid ykkur Scream fyrir utan thad ad folkid talar Hindi, byr a Indlandi, og af og til byrja adalsoguhetjurnar ad syngja og dansa. Jaeja eg skil ykkur eftir med thessa mynd i kollinum.
Godar stundir
I odru lagi tha er straeto kerfid her i Kathmandu alveg frabaert, eg fer bara ut a horn herna i Kirtipur og bid i mesta lagi i fimm minutur og straeto er kominn. Straetoin fra Kirtipur fer inn i midbaein og svo er haegt ad taka adra i allar attir. Thad er lika haegt ad velja um nokkrar gerdir ad farartaekjum til thess ad ferdast innan borgarinnar, thad eru audvitad venjulegir straetoar, svo eru thad minibuses sem eru eins og sendibilar thar sem ad haegt er ad troda um thad bil tolf manneskjum ef ekki fleiri, madur heldur ad thad komist ekki fleiri fyrir en their baeta alltaf fleirum inn. Sidan er einnig haegt ad taka Tuk Tuk en thad eru thrihjola bilar sem eru umhverfisvaenir og taka um thad bil 8 manns. Ef madur er mjog efnadur tha er haegt ad taka leigubil og i raun eru their ekki mjog dyrir 250 fra midborginni til Kirtipur sem er alla vega half tima ferd. Ef madur er adeins niskari tha er haegt ad taka Rickshaw sem eru adeins odyrari en leigubilar en eg maeli ekki med theim fyrir langar vegalengdir thar sem ad thad eru engir demparar og goturnar i Kathmandu eru ekki mjog godar if you get my drift. Flestir leigubilarnir eru litlir bilar, sem er gott thar sem ad thad er svo mikil mengun herna, thad er dalitid serstakt ad einu storu bilarnir suv´s eru i eigu INGO’s og NGO’s thaer stofnanir sem aettu ad vera medvitadar um umhverfid og reyna ad nota umhverfisvaenni farartaeki.
Fyrst ad eg er byrjud a yfirlysingunum tha er her ein I vidbot: Eg dyrka Hindi myndir, audvitad eru thaer mismunandi en thad er eitthvad heillandi vid ad horfa a spennumynd med gedveikt macho hetjum sem allt i einu fara ad syngja alveg hrikalega vaemin log. Allt folkid er audvitad alveg ofsalega fallegt og their eru sko ekkert feimnir vid ad vidurkenna ad thad er thad sem skiptir mali thar sem ad flestir leikararnir geta ekki sungid og thykjast bara syngja. Thad er dalitid ahugavert ad i flestum thessara mynda eru karlar alveg eins hlutgerdir og konur eins og konurnar eru their bara tharna til thess ad vera fallegir, thad eru alls konar skot ad korlum sem eru ad dansa I rigningu rennblautir og hristandi hausinn eins og their eigi lifid ad leysa og their syna orugglega alltaf adeins betri hlidina. Eg veit ekki alveg hvort ad thad se eitthvad betra ad baedi karlar og konur seu hlutgerd en thad er alla vega svona i nuinu, adur en madur fer ad hugsa um hvad thessar myndir eru hladnar stadalymindum, er einhvers konar anaegja ad sja menn hlutgerda eins og konur. Eg horfdi meira ad segja a Hindi hryllingsmynd um daginn, ymindid ykkur Scream fyrir utan thad ad folkid talar Hindi, byr a Indlandi, og af og til byrja adalsoguhetjurnar ad syngja og dansa. Jaeja eg skil ykkur eftir med thessa mynd i kollinum.
Godar stundir
föstudagur, nóvember 07, 2003
Ég tel mig þá vera tilbúinn fyrir Parísarferðina á þriðjudag, búinn að gera tvo fyrirlestra, annan fyrir París og hinn fyrir ráðstefnu viku eftir að ég kem til baka. Í dag var síðan æfing fyrir ráðstefnuna hjá reasearchgrúppunni og fór það bara vel fram. Síðan er maður auðvitað búinn að fjárfesta í ferðabók um París, og er ad skipuleggja ferðina í hnotskurn. Ég hef nú bara þrjá daga til að skoða mig um þannig að maður reynir nú bara að stikla á stóru held ég, og svo að sjálfsögðu það mikilvægasta er að borða góðan mat. Helgin er nokkurn vegin opin í annan endann þessa stundina, þó svo að búið sé að ákveða að skella sér á Matrix-inn, þrátt fyrir afleita dóma. Ótrúlegt hvað hollývúddarinn nær alltaf að klúðra annars ágætum hugmyndum. Ætli maður reyni ekki að hitta vini og kunningja eins og venjulega en mest megnis bara að slaka á fyrir Frakklandsferðina og kannski æfa sig svolítið fyrir fyrirlesturinn.
Jaja hef það ekki lengra að sinni.
Jaja hef það ekki lengra að sinni.
mánudagur, nóvember 03, 2003
sunnudagur, nóvember 02, 2003
Enn ein sorgleg helgin á enda! Föstudagurinn var sérlega slakur svona miðað við að það hafi veriði Halloween. Ég komst ekki úr vinnunni fyrr en seint um kvöldið og var því lítill tími til að standa í búningagríni. Við Kalli ákváðum að skella okkur á Varamannabekkinn (benchwarmers) og horfa á mannskapinn í búningum yfir nokkrum bjórum og frönskum. Búningarnir voru með besta móti þetta árið, flestir fraternity gaurarnir í bænum voru í drag-galla og flestar sorority stúlkurnar í hórugalla!! Bara gaman það, enda ljómandi fínn dagur til að gera sig að fíbbli. Á laugardaginn var tekið heldur betur á því á labinu og aldrei þessu vant var barasta gerð vísindaleg uppgötvun, og sú ekki af smærri skalanum (held ég allavegana amk þangað til ég hitti prófessorinn á morgun). Ég get náttúrulega ekki sagt hvað það er en ég er bara nokkuð vongóður þessa stundina, kannski maður stefni á Nóbelinn eftir 2 ár? Jahérna!
Á laugardagskvöldið var síðan farið með Kalla og Skúla í partý hjá Linguistics deildinni, enda qualiferar maður í slík partý með því að kunna íslensku, óskabarn þjóðarinnar. Við droppuðum reyndar við hjá Ella á leiðinni til að kippa honum með, en það er bara ekkert fútt í honum lengur enda bara í rólegheitunum með kærustunni að horfa á einhverja þætti um house-makeovers!! Partíið var reyndar frekar fyndið, fólk enn í búningunum, nema við leppalúðarnir. Þetta linguistics lið er náttúrulega allt stórfurðulegt, við hittum til dæmis einhverja konu sem hafði farið á Harry-Potter ráðstefnu og var að presenta paper! Ég gafst frekar snemma upp á þessu partístandi og fór bara heim. Sunnudagurinn var síðan ferlega týpiskur, fór að versla, þvoði þvott og skipti um olíu á Toyjaranum. Svo er nefnilega mál með vexti að Toyjarinn er slæmur með að brenna olíu og ég er því búinn að vera að prófa mismunandi gerðir olíu til að sjá hvort ég geti eitthvað gert þetta skárra. Við Mike skiptum saman um olíu á bílunum okkar og spörum morðfjár með því, það er nefnilega þannig hérna í bandaríkjunum að olíuskipti er ekkert smámál. Maður fer á Jiffi-lube og fær “Signature Service” fyrir 30 dollara, þar bíða 5 manns eftir manni og vinna allir í einu í bílnum, allir að skipta um olíu??? Meðan maður bíður sér maður þessa aðgerð í gegnum glugga og hlustar öskrin á milli þeirra, alveg svakalegt kommósjón út af engu! Það er bara eins og það sé verið að setja saman geimflaug, slík er einbeitingin. Síðan er maður dreginn inn á gólf og þarf að hlusta á skýrslu um hvað þeir þóttust hafa gert og hvað maður sé vondur bíleigandi. Sérstaklega er alltaf verið að bögga mann yfir lofthreinsaranum, jafnvel þó hann sér glænýr og gefa í skyn að það sé nú heldur betur kominn tími til að skipta. Síðast þegar þeir tóku þetta númer á mig var ég búinn að keyra 5000 mílur á lofthreinsaranum og átti semsagt 15000 eftir, þegar ég tilkynnti manninum það leit hann á mig eins og ég væri einhver glæpamaður, en fór svo að sýna mér PVC ventilinn sem öllu jöfnu þarf bara ekkert að vera að vesenast í. Síðan þykjast þeir hafa tjekkað á öllu mögulegu og ómögulegu, en eftir að hafa fylgst svolítið betur með þeim þá er það bara að skipta um olíu og setja rúðupiss á bílinn, og svo náttúrulega að hafa hátt.
Í kvöldmat var síðan íslensk ýsa á boðstólunum, steikt með hvítlauk og engiferi og með því. Jamm maður er ekkert að láta þetta einmenningslíf vaða með sig í gönur!
Á laugardagskvöldið var síðan farið með Kalla og Skúla í partý hjá Linguistics deildinni, enda qualiferar maður í slík partý með því að kunna íslensku, óskabarn þjóðarinnar. Við droppuðum reyndar við hjá Ella á leiðinni til að kippa honum með, en það er bara ekkert fútt í honum lengur enda bara í rólegheitunum með kærustunni að horfa á einhverja þætti um house-makeovers!! Partíið var reyndar frekar fyndið, fólk enn í búningunum, nema við leppalúðarnir. Þetta linguistics lið er náttúrulega allt stórfurðulegt, við hittum til dæmis einhverja konu sem hafði farið á Harry-Potter ráðstefnu og var að presenta paper! Ég gafst frekar snemma upp á þessu partístandi og fór bara heim. Sunnudagurinn var síðan ferlega týpiskur, fór að versla, þvoði þvott og skipti um olíu á Toyjaranum. Svo er nefnilega mál með vexti að Toyjarinn er slæmur með að brenna olíu og ég er því búinn að vera að prófa mismunandi gerðir olíu til að sjá hvort ég geti eitthvað gert þetta skárra. Við Mike skiptum saman um olíu á bílunum okkar og spörum morðfjár með því, það er nefnilega þannig hérna í bandaríkjunum að olíuskipti er ekkert smámál. Maður fer á Jiffi-lube og fær “Signature Service” fyrir 30 dollara, þar bíða 5 manns eftir manni og vinna allir í einu í bílnum, allir að skipta um olíu??? Meðan maður bíður sér maður þessa aðgerð í gegnum glugga og hlustar öskrin á milli þeirra, alveg svakalegt kommósjón út af engu! Það er bara eins og það sé verið að setja saman geimflaug, slík er einbeitingin. Síðan er maður dreginn inn á gólf og þarf að hlusta á skýrslu um hvað þeir þóttust hafa gert og hvað maður sé vondur bíleigandi. Sérstaklega er alltaf verið að bögga mann yfir lofthreinsaranum, jafnvel þó hann sér glænýr og gefa í skyn að það sé nú heldur betur kominn tími til að skipta. Síðast þegar þeir tóku þetta númer á mig var ég búinn að keyra 5000 mílur á lofthreinsaranum og átti semsagt 15000 eftir, þegar ég tilkynnti manninum það leit hann á mig eins og ég væri einhver glæpamaður, en fór svo að sýna mér PVC ventilinn sem öllu jöfnu þarf bara ekkert að vera að vesenast í. Síðan þykjast þeir hafa tjekkað á öllu mögulegu og ómögulegu, en eftir að hafa fylgst svolítið betur með þeim þá er það bara að skipta um olíu og setja rúðupiss á bílinn, og svo náttúrulega að hafa hátt.
Í kvöldmat var síðan íslensk ýsa á boðstólunum, steikt með hvítlauk og engiferi og með því. Jamm maður er ekkert að láta þetta einmenningslíf vaða með sig í gönur!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)