Þarf greinilega að fara að hlusta meira á klassíska músík heima,
krakkarnir voru að róta í geisla diskunum og fundu þetta verk Stabat Mater
eftir Dvorak. Ég skellti því í spilarann, langt síðan ég hafði hlustað, þau
heyrðu fyrstu taktana; Andri Már hljóp grátandi til pabba síns og Auður Björg
grét hástöfum hjá mér, ég vonda mamman hló bara og hló. En ég mæli alla vega með hlustun (á reyndar
betur við páskana) eitt fallegasta verk sem ég hef sungið með í.
Greinilegt að Pétur og Úlfurinn er ekki að virka í tónlistaruppeldinu þar sem að nú tengja þau klassíska tónlist bara við úlfa. Fyndið samt þau hafa aðeins verið að hlusta á Maxímús Músikús en tengja þetta einhvern veginn ekki við það.
En ég mæli alla vega með hlustun (á reyndar
betur við páskana) eitt fallegasta verk sem ég hef sungið.