Æm bakk. Sælt veri fólkið og gleðilegt nýtt ár. Við höfðum það fínt í jólafríinu, borðuðum á okkur göt, fengum fullt af pökkum og sváfum heilan helling, og létum okkur leiðast yfir áramótaskaupinu. Bara þetta venjulega.
Á leiðinni heim komumst við að því að nú hefur okkar ástkæra flugfélag Icelandair endanlega lost it, Fyrir utan að vera að ALLTAF á eftir áætlun og koma manni í bölvað djöfulsins klandur að ná tengifluginu, þá þarf maður nú að borga fyrir að fá kók, vatn í flösku, eða djús með matnum??? Ég er nú ekki alveg að skilja svona lagað, þegar flugfreyjan var spurð hvern djöfullinn væri eiginlega í gangi, þá var svarið að það væru bara öll flugfélög farin að láta menn borga fyrir kók? Jeje, ég hef nú flogið slatta á síðustu misserum og Ása líka, og jafnvel ódýrustu lágfargjaldaflugfélög eru enn að gefa sitt kók. En hins vegar er SAS farið að rukka fyrir kókið, en common SAS hefur verið á kvínandi kúpunni í 2 áratugi samfleytt. Það virðist vera að Flugleiðir telji sig vera eitthvað lágfargjaldaflugfélag, en þegar maður borgar 700 dollara fyrir flug milli íslands og ameríku, þá er maður nú ekki beinlínis á díl aldarinnar. En fyrir útlendinga sem eru ekki á leiðinni til íslands þá er náttúrulega ágætis tilboð í gangi, svona 300 dollarar til Evrópu frá USA, en þetta lið getur þá bara borgað fyrir sitt kók, ég ætla sko að fá fokking kók fyrir mína 700 dollara. Enn og aftur sanna þessir fávitar hjá flugleiðum að þeir eru incompetent aular af verstu gerð, taka Íslendinga í rassgat æ ofan í æ, fá endalausa ríkisstyrki og hafa ekki séð sig fært að borga skatta svo áratugum skipti. Og þar fyrir utan, kaupa ömurlegar flugvélar (go Airbus).
Þegar til Baltimore var komið, gerðust þau undur og stórmerki að Ashcroft vildi fá mynd af mér og fingraför, ásamt öllum hinum. Þetta er nú eiginlega alveg hætt að vera sniðugt hérna, áfram allir aðrir en Bush í næstu kostningum.
Síðan að við komum hefur eiginlega bara verið skítaveður, ískalt snjór og rok á köflum. Í dag er –10F sem er bara brútal mannréttindabrot. Enda strækaði Toyjarinn á að fara í gang í morgun. Eftir að ég minnti hann á að hann tilheyrði bilanafríu toyjótafjölskyldunni gerði hann sitt besta og notaði þetta mW sem batteríið var tilbúið að láta af hendi og hrökk í gang með óhljóðum, held að hann sé með Astma blessaður. Á svona dögum sem maður fær 4x4 dellu og vill bara fara í torfærur frekar en að vera að drullast í skólann til að skrifa asnalega pistla.